Auðvelt og ótrúlega gott gulrótarsalat

  • 5 gulrætur hreinsaðar og skornar í ræmur með flysjara

  • 2 msk ólífuolía

  • Safi úr hálfri sítrónu

  • 4 msk ristuð sesamfræ (ristuð létt á pönnu í nokkrar mínútur)

  • 1 msk pistasíuhnetur

  • Salt & pipar eftir smekk

    Öllu blandað saman í skál - ef þið eigið ferskar kryddjurtir þá er sniðugt að saxa smá af þeim og blanda líka við en ekki nauðsynlegt.

Previous
Previous

Kirsuberja- og vorlaukssalsa

Next
Next

Rauðkál, bláber, með valhnetu- kóríander- og chilidressingu