Auðvelt Asískt byggsalat
2 bollar soðið banka bygg (1 hluti bygg- 2 hlutar vatn, smá grænmetiskraftur )
4 msk chili ristaðar kasjúhnetur
2 vorlaukar skornir smátt
Handfylli af kóríander söxuðu
Dressing:
4 msk ólífuolía
1-2 msk lime eða sítrónusafi
1 msk hlynsýróp eða hunang
1 tsk ristuð sesamolia
1 tsk tamari sósa
1/6 tsk chili flögur
smá rifið engifer
1 hvítlauksrif pressað
Setjið allt sem á að fara í dressinguna í krukku, lokið og hrisstið vel saman.
Sjóðið byggið í potti. Fáið suðuna upp og setjið svo lok á og lækkið niður í 1 og látið vera á hellunni í um 15-20 mínútur. Þá ætti byggið að vera tilbúið, mér finnst voðalega gott að hafa byggið ekki ofsoðið. Kælið.
Hellið kældu bygginu, kasjúhnetunum, vorlauk, kóríander og dressingunni í skál og blandið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Þetta salat er alveg dásamlegt ogjafnvel betra daginn eftir.