Byggsalat með fennel, sellerí & ristuðum möndlum
Handfylli af fersku salati
1 bolli soðið bankabygg (soðið með 2 bollum af vatni og smá grænmetiskrafti)
1/2 agúrka, skorinn i litla bita
1/2 box fersk basil, söxuð gróft
1/2 box fersk mynta, söxuð gróft
Nokkrar döðlur, skornar smátt
3 selleri stilkar, skornir smátt
1/2 haus fennel, þunnt skorin
1/3 bolli hunangs og kanil ristaðar möndlur
3 msk ristuð sólblómafræ
Sma sprettur til að toppa þetta dasamlega salat
Dressing:Safi úr 1 sítrónu (3 matskeiðar)
1/4 bolli ólífuolía
1 msk hunang
1 msk sinnep
1 hvítlauksrif pressað
1/2 tsk salt
1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
Öllu blandað saman og notið eitt og sér eða sem meðlæti
Frábært salat sem er alls ekki verra daginn eftir