Grilluð paprika & jarðaberjasalsa

Eiginlega alveg nauðsynlegt að prófa þetta sumarlega salsa

Hrikalega ferskt, fallegt og bragðgott og passar með flestum mat - sérstaklega grill mat, mexíkönskum og fiskréttum

  • 2 rauðar paprikur kjarnhreinsaðar og skornar i litla bita

  • Salt, pipar, ólífuolía

    Hitið ofninn í 200 gráður

    Setjið paprikubitana á bökunnarpappírsklædda ofnplötu og setjið ólífuolíu, salt og pipar

    Grillið í um 15-20 mín, eða þar til paprikan er vel grilluð

    Á meðan græjið þið restina í salsað:

  • 8-10 jarðaber, hreinsuð, söxuð í litla bita

  • 6 tómatar, hreinsaðir, söxuð í litla bita

  • 1/2 lítill rauðlaukur, skorinn smátt

  • 1/2 búnt basil, saxað gróft

  • 1/2 búnt kóríander, saxað gróft

Dressing:

  • 3-4 msk ólífuolía

  • 1 msk ferskur sítrónusafi

  • 1 msk balsamik gljái

  • Salt & pipar

Allt sett i krukku og hrisst saman

Setjið saman með því að setja allt i skál og hræra vel saman


Previous
Previous

Auðvelt Asískt byggsalat

Next
Next

Sumarlegur aspas