Bakað rauðrófu- & kúrbítssalat með krydduðum valhnetum og salatosti

  • 3 rauðrófur flysjaðar og skornar i litla bita

  • 1 kúrbítur skorinn í sneiðar

  • 2 msk ólífuolía

  • 1/2 msk Zatar krydd

  • Salt & sítrónupipar

Hitið ofninn í 200 gráður og setjið grænmetið á bökunarpappír á bökunarplötu, hellið ólifuolíu og kryddum yfir og bakið í 20-25 mín.

  • Salatblanda frá Vaxa

  • Kryddaðar valhnetur

  • 1/3 bolli valhnetur

  • 1/2 msk akasíuhunang

  • Smá salt

  • 1/2 tsk kanill

Bakið inn í ofni síðustu 5 mín með grænmetinu.

Salat toppað með:

Nokkrum msk af salatosti frá Arna

Setjið saman;

Hellið salatblöndunni á fallegan disk, því næst rauðrófurnar, kúrbíturinn, valhneturnar og toppað með salatosti.

Previous
Previous

Bakaðar sætar kartöflur með þeyttum bleikum salatosti, tómat, epla & basilsalsa

Next
Next

Gull salat með hrísgrjónum