Gull salat með hrísgrjónum
2 bollar hrísgrjón
4 bollar vatn
2/3 tsk túrmerik
1/4 tsk kanill
1/4 tsk engiferduft
1/4 tsk kardimomma
Smá salt
Smá svartur pipar
1 tsk kókosolía
Setjið allt saman í pott og hrærið vel saman, fáið suðuna upp og lokið svo pottinum og slökkvið undir.
Það tekur ca 20 mín fyrir grjónin að verða klár.
Skerið í litla bita
1/4 mangó
1/4 agúrka
1/2 box af kóríander, saxað gróft
1/2 box steinselja, söxuð groft
3 msk graskersfræ
3 msk trönuber
2 msk sítrónuolía
Smá sítrónubörkur
pínu sjávar salt
Kælið grjónin og setjið í stóra skál ásamt restinni og hrærið saman