Bakaðar rauðrófur með peru, kóríander & graskerssalsa
2 rauðrófur, flysjaðar og skornar í báta
2 msk ólífuolía
1 tsk chinese five spice frá Kryddhúsinu
Salt & pipar
Hitið ofninn í 180 gráður og setjið rauðrófurnar, ólífuolíu og krydd á ofnplötu með bökunarpappír inn í heitan ofninn og bakið í 15-20 mín.
Salsa:1/2 búnt kóríander, saxað gróft
5 msk graskersfræ, ristuð í 5 mín í ofni
1-2 perur,fer eftir stærð, skorin í litla bita
3 msk sítrónuolía
1 msk hvítvínsedik
Sítrónubörkur
Salt & pipar
Öllu blandað saman í skál og geymt á meðan rauðrófurnar bakast.
Samsetning:
Allt sett saman á fallegan disk - frábært sem meðlæti eða með grænu salati.