Sellerírótar “steik”
1 sellerírót
2 msk ólífuolía
1 tsk sinnep, Dijon eða annað gott sinnep
1 tsk hlynsíróp
1 hvítlauksrif pressað
1 tsk tamarisósa eða sojasósa
salt & svartur pipar
Hitið ofninn í 180 gráður.
Flysjið sellerírótina og skerið í 1 - 1 og 1/2 cm sneiðar.
Blandið restinni af uppskriftinni saman í skál og penslið yfir sneiðarnar, setjið á bökunarpappír í ofnskúffu.
Bakið í 25 mín, gott að setja svo á grillstillingu í auka 5 mínútur.
Berið fram með góðu salati & pestói.