Tómat “carpaccio” með bláberjum, döðlum & kryddjurtaolíu
4 stórir tómatar skornir í þunnar sneiðar
6 steinlausar döðlur skornar í litla bita
1/2 bolli bláber
Kryddjurtaolía:
5 msk ólífuolía
1/2 box um 10 gr. af ferskri steinselju
1/2 box um 10 gr. af fersku basil
1/2 box um 10 gr. af fersku kóríander
skvetta af sítrónu
1 tsk hunang
salt, pipar, chili flögur
Saxið kryddjurtirnar smátt og hrærið svo vel allt saman fyrir kryddjurtaolíuna. Gott að lofa henni að taka sig í um 30 mínútur
Raðið tómatsneiðunum á disk dreifið döðlum, bláberjum og kryddjurtaolíunni yfir. Saltið, piprið ef ykkur finnst það þurfa og njótið