Ananas carpaccio með engifer, lime & kóríander

  • 1/4 ananas

  • 1/2 límóna, safi og börkur

  • Nokkur vínber eða bláber

  • 1/6 ferskur chili, skorinn í þunnar sneiðar

  • 3 cm engiferrót, rifin

  • Smá kóríander, gróft saxað

  • Smá sprettur til skrauts

  • Salt & pipar

  • Skvetta af sítrónuolíu

    Skerið ysta lagið af ananasnum, skerið í þunnar sneiðar og raðið á stórt fat eða disk.
    Rífið börkinn af límónunni og kreistið safann yfir ananassneiðarnar.
    Rífið engiferjarótina yfir allt og stráið berjum, chillisneiðum og kóríander yfir.
    Því næst smá salt, pipar og sítrónuolía.

Elska að hafa með grilluðm mat eða sem eftirrétt.

Previous
Previous

Ensímríkt salat

Next
Next

Kóríander- & graskersfræssalsa