Ensímríkt salat

Ótrúlega auðvelt og hrikalega gott. Spírur hafa geggjaða eiginleika sem bæta og viðhalda heilsu okkar og orku. Þær eru ríkar af andoxunarefnum sem eyða sindurefnum í líkamanum og hægja þar með á öldrun. Spírur eru afar ríkar af A-, C- og D-vítamínum, steinefnum og lífsnauðsynlegum ensímum sem oft tapast þegar matur er eldaður. Þannig auðvelda spírur upptöku næringarefna úr matnum sem að við borðum. Þær auðvelda endurnýjun líkamans og halda honum ungum og orkumiklum. Sem sagt allra meina bót að bæta smá spírum í matarræðið sitt. Mér finnst spírur líka bara svo fallegar og gera matinn enn fallegri.

  • Handfylli blandaðar sprettur/spírur

  • 1/3 bolli ristaðar möndluflögur

  • 1-2 msk sítrónuolía

  • Smá sjávarsalt

Previous
Previous

Ofnbakaðar rauðrófur með salatosti, appelsínu berki & pistasíum

Next
Next

Ananas carpaccio með engifer, lime & kóríander