Falafel/ grænmetisbollur

  • 1 1/2 bolli soðnar kjúklingabaunir

  • 1 bolli hrá sæt kartafla (skorin í lita bita eða rifin)

  • 1/2 bolli sólblómafræ

  • 3 msk kasjúhnetur

  • 1 box kóríander

  • 1/2 box steinselja

  • 2 tsk malað kúmen (cumin)

  • 1/4 tsk chili flögur

  • 2 hvítlauksrif

  • salt og pipar

  • 2-3 msk ólífu olía

  • Smá sítrónusafi

    Hitið ofninn í 190 gráður.
    Öllum hráefnum blandað saman í matvinnsluvél, og blandað saman þar til “deigið” er vel klístrað saman.
    Setjið bökunarpappír á ofnplötu og gerið litlar kúlur úr deiginu (hér finnst mér voða gott að nota ískúlu skeið til að fá kúlurnar jafn stórar og spara mér tíma)
    Bakið inni í ofni í 25-30 mín

    Æðislegar grænmetis bollur sem er æðislegt að bera fram með salati og góðri gull tahini dressingu.

    Gull tahini Dressing:
    1 dI tahini
    4 msk sítrónusafi
    Safi úr 1/2 appelsínu
    3 döðlur steinlausar
    1 msk tamari sósa
    1 hvitlauksrif
    1/2 tsk gullkrydd
    1 ½ dI vatn eða meira fer eftir hversu þykka/ þunna þú vilt hafa dressinguna
    Smá salt og pipar

    Allt sett blandara og blandað vel saman. Dásamleg dressing sem geymist i um það bil 5 daga í lokuðu íláti í kæli.

Previous
Previous

Próteinríkt “Asískt” salat

Next
Next

Blómkáls & grænkáls Dahl