Fennel- & sítrussalat
Handfylli af klettasalati
1 fennel, skorið i þunnar sneiðar með mandolíni
1 rautt greip, flysjað og skorið í fallegar sneiðar
1-2 appelsínur, flysjaðar og skornar í fallegar sneiðar
2 mandarínur, flysjaðar og skornar í hringi eða í “báta”
Nokkur blöð af ferskri basilíku
Nokkrar sneiðar af parmesanosti
3 msk ólífuolía
Salt & pipar
Allt blandað saman á fallegan disk.
Mjög létt & frískandi salat með kjúklingi eða fiski.