Próteinríkt asískt salat
1 bolli edamame baunir ( finnur þær frosnar í flestum matvöruverslunum)
2/3 agúrka skorin í litla kubba
1/4 marineraður rauðlaukur (rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar og geymdur í hvítvíns- eða eplaediki í krukku í ísskáp, geymist vel í viku)
10 gr kóríander gróft saxað
4 msk ristaðar furuhnetur, má líka vera ristaðar kasjúhnetur
1 avókadó, skorið í litla bita
Dressing :4 msk ólífuolía
1 msk hrísgrjónaedik
1 msk hlynsíróp, hunang eða sæta að eigin vali
1 tsk tamari eða sojasósa
1/6 tsk chili
Hristið dressinguna saman í krukku eða hrærið saman í skál og blandið öllu vel saman og njótið. Frábært salat en einnig má blanda henni saman við hríshrjónanúðlur eða hrísgrjón.
.