Gómsætt vetrarsalat
1 meðalstór sæt kartafla, skorin í litla bita
1 stór hrá rauðrófa eða 3 litlar, skorin i litla bita
ólífuolía, salt og pipar eftir smekk
1 bolli soðnar linsubaunir
handfylli klettasalat
handfylli grænkál eða grænkálssprettur frá Vaxa
4 msk. saxaðar möndlur
4 msk. sólblómafræ og graskersfræ ristuð létt á pönnu í 5 mínútur
4 msk. þurrkuð trönuber
2 perur skornar í litla bita
½ krukka laktósafrír salatostur frá Arna
nokkur myntublöð
Salatdressing eftir smekk (sjá uppskrift fyrir neðan)
Aðferð:
Sjóðið lisubaunirnar þar til þær eru klárar eða í um 20 mínútur (1 bolli þurrar lisubaunir, 2 bollar vatn og smá grænmetiskraftur).
Á meðan er gott að baka sætu kartöflu- og rauðrófubitana
Setjið bitana á ofnplötu klædda bökunarpappír og dreifið smá ólífuolíu, salti og pipar yfir bitana og bakið í um það bil 20 mínútur í 200°C heitum ofni.
Þegar sætu kartöflu -og rauðrófubitarnir eru bakaðir og linsubaunirnar eru soðnar, setjið þá allt saman í fallega og rúmgóða skál ásamt dressingunni og hrærið vel saman.
Berið fram og njótið.
Salatdressing
5 msk. ólífuolía
1/2 sítróna, safinn
1 msk. hlynsíróp eð önnur sæta
1 tsk. sinnep
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Blandið öllu hráefninu saman í krukku sem þið eigið til lok á.
Hristið dressinguna saman í lokaðri krukku.