Gómsætt vetrarsalat

  • 1 meðalstór sæt kart­afla, skor­in í litla bita

  • 1 stór hrá rauðrófa eða 3 litl­ar, skor­in i litla bita

  • ólífu­olía, salt og pip­ar eft­ir smekk

  • 1 bolli soðnar linsu­baun­ir

  • hand­fylli kletta­sal­at

  • hand­fylli græn­kál eða græn­káls­sprett­ur frá Vaxa

  • 4 msk. saxaðar möndl­ur

  • 4 msk. sól­blóma­fræ og graskers­fræ ristuð létt á pönnu í 5 mín­út­ur

  • 4 msk. þurrkuð trönu­ber

  • 2 per­ur skorn­ar í litla bita

  • ½ krukka laktósa­frír sal­atost­ur frá Arna

  • nokk­ur myntu­blöð

  • Sal­at­dress­ing eft­ir smekk (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)

Aðferð:

  1. Sjóðið lisu­baun­irn­ar þar til þær eru klár­ar eða í um 20 mín­út­ur (1 bolli þurr­ar lisu­baun­ir, 2 boll­ar vatn og smá græn­metiskraft­ur).

  2. Á meðan er gott að baka sætu kart­öflu- og rauðrófu­bit­ana

  3. Setjið bit­ana á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír  og dreifið smá ólífu­olíu, salti og pip­ar yfir bit­ana og bakið í um það bil 20 mín­út­ur í 200°C heit­um ofni.

  4. Þegar sætu kart­öflu -og rauðrófu­bitarn­ir eru bakaðir og linsu­baun­irn­ar eru soðnar, setjið þá allt sam­an í fal­lega og rúm­góða skál ásamt dress­ing­unni og hrærið vel sam­an. 

  5. Berið fram og njótið.

Sal­at­dress­ing

  • 5 msk. ólífu­olía

  • 1/​2 sítr­óna, saf­inn

  • 1 msk. hlyns­íróp eð önn­ur sæta

  • 1 tsk. sinn­ep

  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í krukku sem þið eigið til lok á.

  2. Hristið dress­ing­una sam­an í lokaðri krukku.

Previous
Previous

"Krönsí" og "spicy" Kínóa og kasjúhnetusalat 

Next
Next

Gullið spínat og tómata dhal