Gullið spínat og tómata dhal

  • 1 bolli rauðar linsubaunir

  • 2 bollar vatn

  • 2 handfylli ferskt spínat eða 2 teningar frosið spínat

  • 2 handfylli ferskt grænkál eða 2 teningar frosið grænkál

  • Handfylli af kirsuberjatómötum, skornir í litla bita 

  • 1 grænmetisteningur

  • 1 tsk. Gull kryddblanda

  • 1 tsk. garam masala

  • Salt

  • Pipar 

    Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20 mínútur; hrærið af og til. Setjið í skálar og dreifið ríkulega söxuðu kóríander og ristuðum kókosflögum yfir ásamt nokkrum chili-flögum. Berið fram með sítrónubát.

    Einstaklega ljúffengur og fljótlegur, næringarríkur pottréttur sem hitar manni inn að beini.

Previous
Previous

Gómsætt vetrarsalat

Next
Next

Matarmikið haustsalat