"Krönsí" og "spicy" Kínóa og kasjúhnetusalat 

Salat:

  • 2 bollar soðið kínóa

  • 1 bolli af edamame baunum (eg nota frosnar og læt þær þiðna í heitu vatni)

  • 1 - 2 bollar gulrætur, skornar i þunna strimla með mandolíni

  • 1 bolli agúrkusneiðar, skornar í tvennt 

  • 1 bolli þunnt rifið rauðkal

  • 1/4 bolli þunnt sneiddur rauðlaukur

  • ½ bolli saxað ferskt kóríander

  • ¼ bolli söxuð fersk mynta

  • blanda af sprettum & vorlauk

  • Rifin börkur af sítrónu

  • 1 poki af kasjúhnetum ristuðum með chili fra Muna 

Dressing: 

  • 1/2 bolli hnetusmjör

  • 3-4 msk hrísgrjónaedik

  • 1,5 msk ferskur lime safi

  • 4 msk vatn, ma vera meira ef þip viljið hafa sósuna þynnri

  • 2 msk sojasósa/ tamari sósa

  • 1 msk akasíhunang

  • 1/2- 1 msk rifið ferskt engifer

  • 1/3 tsk chili flögur

Hrærið allt sem á að fara í dressinguna í skál og notið það magn af vatni eins og ykkur finnst að dressingin eigi að vera þunn eða þykk. 

Sjóðið kínóað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og kælið.

Skerið allt fyrir salatið og setjið í stóra skál, hellið dressingunni og ristuðu kasjúhnetunum yfir og blandið vel saman

Dásamlega gott og matarmikið salat eitt og sér en líka ótrúlega gott með grilluðum kjúkling. 




Previous
Previous

Matarmikið salat með kjúklingabaunum, ristuðum sólblómafræjum & auðveldri dressingu

Next
Next

Gómsætt vetrarsalat