Sumarlegur aspas
Eitt af því sem minnir mig svo mikið á vorið eftir að hafa búið í mið-Evrópu í 15 ár er ferskur aspas. Þetta tók mig 10 mínútur að útbúa og smakkaðist hreint ótrúlega - ég hvet ykkur til að prófa þessa uppskrift.
350 gr grænn aspas
3 msk ólífuolía
25 gr nýrifinn parmesan
25 gr saxaðar kasjúhnetur
2 pressuð hvítlauksrif
Svartur pipar & salt
150 gr tomatar eða kirsuberjatómatar
2-3 msk furuhnetur
4 msk af salatost @arna_mjolkurvorur
Þvoðu aspasinn, skerðu smá af endanum og settu í eldfast mót. Hellið ólífuolíu yfir aspasinn.
Blandið saman parmesan, kasjuhnetum, hvítlauk salt og pipar. Dreifið blöndunni yfir aspasinn og blandið saman með höndunum.
Þvoið tómatana og skerið í litla bita. Dreifið tómötum, furuhnetum og salatosti yfir miðjan aspasinn.
Bakið við 200 gráður í 20 - 25 mínútur.
Mátt gjarnan hella smá viðbótar ólífuolíu yfir dýrðina. Njóttið með brakandi fersku grænu salati eða sem meðlæti.