Gull kínóasalat með grilluðu rótargrænmeti, & gulldressingu

Byrjið á að sjóða kínóa.
Svo að grilla grænmetið og því næst fræin.

Gerið dressinguna síðast og setjið svo salatið saman 💛. Virkar pínu flókið en er það ekki og þetta salat er guðdómlegt.

Kínóa

  • 1 bolli kínóa fra Muna

  • 2 bollar vatn

  • 1 msk Indverskt karrýduft frá Kryddhúsinu

  • Smá salt

  • Smá svartur pipar

  • 1 msk kókosolía frá Muna

Setjið allt saman í pott og hrærið vel saman, fáið suðuna upp, lækkið undir pottinum og látið malla þannig í nokkrar mínútur, slökkvið svo undir og lokið pottinum og bíðið í ca 20 mín eða þar til kínóað er tilbúið.

Grænmetið - Bakað í ca. 20-25 min í 200 gráðu heitum ofni:

  • 500 gr sætar kartöflur, þvegnar og skornar í litla bita

  • 4 gulrætur skornar í litla bita

  • 2-3 msk steikingarolía frá Muna

  • Sítrónupipar

  • Indverskt karrýduft frá Kryddhúsinu

  • Salt, chiliflögur

Allt saman á bökunarplötu með bökunarpappír, blandað vel saman og dreift vel úr og því næst bakað og kælt.

Gull sólblómafræ

  • 2/3 bolli sólblómafræ frá Muna

  • 2 tsk tamari eða sojasósa

  • 1/2 tsk túrmerikduft

  • 1 tsk akasíuhunang frá Muna

Hrærið vel saman og hitið í ofni í ca 5 mín eða þar til sólblómafræin eru orðin gullin (gott að setja í ofninn meðan sætu kartöflurnar og gulræturnar eru að bakast, fylgist bara með að fræinn brenni ekki).

Auka sem er í salatinu

  • 10 steinlausar döðlur, skornar í litla bita

  • 1-2 apríkósur eða nektarínur, skornar í litla bita

  • 1/2 box af kóríander saxað gróft

  • 3 msk graskersfræ

  • 1/2 bolli gullsólblómafræ

Gull Dressing:

  • 2/3 bolli góð ólífuolía

  • Safi úr 1/2 sítrónu

  • 1 msk Akasíuhunang fra Muna

  • 1 tsk túrmerik duft

  • 1/2 tsk svartur pipar

  • 1/4 tsk salt

  • Smá chiliflögur

Setjið í krukku og hristið saman eða setjið í skál og hrærið vel saman.

💛 Gull kínóa salat

Blandið öllu saman í stóra skál, gull kínóa, bökuðu sætu kartöflunum og gulrótunum, döðlum, nektarínum, kóríander og fræjum. Toppið svo með gulldressingunni og jafnvel smá sítrónuberki og sjávarsalti.

Previous
Previous

Gull salat með hrísgrjónum

Next
Next

Salat með bökuðu grænmeti, nektarínum, pekanhnetum og appelsínu- & kóríanderdressingu