Salat með bökuðu grænmeti, nektarínum, pekanhnetum og appelsínu- & kóríanderdressingu

  • 1 box af klettasalati

  • 1 rauðrófa

  • 1/2 sæt kartafla

  • 3 nektarínur skornar í báta

  • 2 gulrætur flysjaðar í strimla

  • 1/4 bolli þurrkuð trönuber

  • 1/3 bolli pekanhnetur

Rauðrófan og sæta kartaflan skornar í litla bita og bakaðar í 200 gráðu heitum ofni með olíu, salti og pipar í ca 20 mín. Kælið örlítið.

Setjið klettasalat á disk því næst bakaða grænmetið, nektarínubátana, gulrótarstrimlana, trönuberin og pekanhneturnar.

Hafið dýrðlegu dressinguna til hliðar eða hellið fallega yfir salatið.

Kóríander- og appelsínudressing

  • 1 appelsína flysjuð, skorin í bita

  • 1 box kóríander

  • 1 box steinselja

  • 1 hvítlauksrif

  • 1 tsk hunangssinnep

  • 2/3 bolli ólífuolía

  • Sítrónupipar & salt

Setjið allt efnið fyrir dressinguna í góðan blandara eða notið töfrasprota til að blanda henni vel saman.

Previous
Previous

Gull kínóasalat með grilluðu rótargrænmeti, & gulldressingu

Next
Next

Grænkál, sítróna & kúrbítur