Matarmikið haustsalat
1/2- 1 íslenskur blómkálshaus, skorin i lítil blóm
1/2-1 sæt kartafla skorin i litla bita
1 krukka soðnar kjúklingabaunir ( vatninu hellt af og baunir skolaðar)
Smá olífuolía
Salt og pipar
2-3 msk goð grænmetiskryddblanda
Hitið ofninn í 200 gráður. Öllu blandað saman í ofnskúffu, hellið olífuolíu yfir og kryddum yfir grænmetið og blandið vel saman. Bakið í ofni í um 25 mínútur eða þar til grænmetið er orðið vel gullið.
Setjið í skál á meðan grænmetið bakast;
1-2 handfylli af blönduðu salati
1 epli skorið í litla bita
4 msk pekanhnetur / eða hnetur sem þið elskið
4 msk salatostur
2 msk smátt saxaðir sólþurrkaðir tómatar
Handfylli sprettur
15 gr ferskt basil saxað gróft
15 gr af ferskri steinselju, söxuð gróft
Öllu blandað saman í skál, ásamt bakaða grænmetinu
Dressing ;
1/3 bolli góð ólífuolía
Safi úr 1 lime
1 msk hlynsýróp/ hunang
Salt & pipar
3 msk hempfræ
Hrærið vel sama dressinguna og hellið yfir salatið.
Blandið öllu vel saman og njótið