Matarmikið salat með kjúklingabaunum, ristuðum sólblómafræjum & auðveldri dressingu
Handfylli blandað salat
Handfylli klettasalat
1 bolli eplabitar
1 bolli tómat bitar
1 bolli paprikubitar
1 krukka kjúklingabaunir, skolaðar
1 bolli blandaðar kryddjurtir (ég notaði basil og steinselju)
nokkrar msk saltostur
1 bolli ristuð sólblómafræ *
*Ristuð sólblómafræ:
1 bolli sólblómafræ
2 msk tamari sósa/ sojasósa
Setjið fræin og tamari sósuna á pönnu á miðlungshita og hrærið, lofið þeim að ristast i nokkrar mínútur
Dressing:
1 msk balsamik edik
1 msk akasíuhunang
Salt & pipar
Nokkrar matskeiðar ólífuolía
Hrærið eða hrisstið vel saman
Setjið allt salatið saman í stóra skál, hellið ristuðu sólblómafræjunum og dressingunni og blandið vel saman.