Litríkt salat með baunaspírum & kóríander með basilíku- og appelsínudressingu
1 haus grænt salat eða 3 lúkur græn salatblanda
1/4 haus rauðkál skorið í þunnar sneiðar
2 appelsínur, flysjaðar og skornar í hálfmánasneiðar
2 avókadó, skorið í litla kubba eða þunnar sneiðar
20 gr kóríander, saxað
Baunaspírur
Basilíku- og appelsínudressing:
1/2 búnt fersk basilíka, smátt skorin
1 pressaður hvítlaukur
1 msk hvítvínsedik
1 msk hlynsíróp
1/3 bolli ólífuolía
Safi úr einni appelsínu og smá rifinn börkur
1/3 tsk chiliflögur
Salt & pipar
Blandið öllu í krukku, lokið og hristið vel saman.
Blandið salatinu á fallegan disk og hellið dressingunni yfir.