Svart kínóa salat með apríkósum, graskersfræjum & pistasíuhnetum

  • 1 bolli svart kínóa

  • 2 bollar vatn

  • 1 msk grænmetiskraftur

  • 1/2 bolli þurrkaðar apríkósur, skornar í 4 bita

  • 1/2 bolli graskersfræ

  • 1/2 bolli pistasíur

  • 1/2 bolli þurrkuð trönuber

  • 20 gr kóríander, saxað

  • Nokkur fersk myntublöð, söxuð

Dressing :

  • 1/4 bolli ólífuolía

  • Safi úr 1/2 sítrónu

  • 1 msk sinnep

  • 1/2 msk hlynsíróp

  • 1 og 1/2 tsk Baharat Líbanon (kryddblanda frá Kryddhúsinu)

  • Salt, pipar og chiliflögur

Dressing: Allt sett í krukku og hrist saman

Aðferð:

Sjóðið kínóað í vatni (helmingi meira vatn en kínóa), setjið gænmetiskraft út í og hrærið.

Bíðið eftir að suðan komi upp, lækkið þá hitann og fylgist með, hrærið einstaka sinnum í kinóainu. Eftir að vatnið er allt gufað upp er kínóað klárt.

Setjið kínóað í stóra skál og restina af hráefnunum, því næst dressinguna og hrærið saman.

Frábært sem meðlæti með öllum mat eða eitt og sér, þá er gott að setja jafnvel smá kjúklingabaunir út í.  Svo er þetta salat einstaklega gott daginn eftir sem nesti.

Previous
Previous

Detox gulrótar- og rauðrófusalat

Next
Next

Litríkt salat með baunaspírum & kóríander með basilíku- og appelsínudressingu