Grænkál, sítróna & kúrbítur
1 kúrbítur, þveginn og skorinn í hálfmána
1/2 sítróna, skorin í þunnar hálfmánasneiðar
Handfylli af grænkáli, saxað smátt
1 hvítlauksrif, pressað
3 msk ólífuolía
1 msk hunang
Safi úr 1/2 sítrónu
Salt og pipar
Hitið pönnu og setjið ólfuolíu og hvítlauk á hana, setjið því næst kúrbítinn og sítrónusneiðarnar og hitið/eldið þangað til kúrbíturinn er orðin gullinn. Setjið grænkál, hunang, sítrónusafa, salt og pipar og hitið í aðrar 5 mínútur.
Dásmalega bragðgott og ferskt salat.