Rauðrófur, nektarínur & geitaostur
1 stór eða 2 litlar rauðrófur afhýddar og skornar í bita
Ólífuolía, salt, chiliflögur
Salat
1 nektarína skorin í þunna báta
4 msk ristaðar chili kasjúhnetur, gróft saxaðar
2-3 msk sítrónuolía
Sprettur
50 gr geitaostur
Hitið ofninn í 200 gráður, setjið rauðrófubitana á ofnskúffu með bökunarpappír, hellið örlítilli ólífuolíu yfir og síðan salt og chiliflögur. Bakið/grillið í ca 20 mínútur eða þangað til bitarnir eru vel grillaðir.
Setjið salat á fallegan disk, svo grilluðu rauðrófubitana, nektarínur, klípið litla bita af geitaostinum og dreifið yfir. Toppið svo að lokum með sítrónuolíu, sprettum og kasjúhnetum.