Morgunverða ommelettur
Þessar litlu morgunverðar ommelettur eru ótrúlega góðar og krúttlegar. Gaman er að bera þessar fram á morgunverðarbakka upp í rúm og njóta og bjóða upp á góðan drykk með. Blönduna má líka setja í eldfast mót og búa til ljúffenga eggjaböku ef vill.
5-6 egg
1 tómatur, skorinn í litla bita
½ búnt ferskt basil, saxað gróft
½ búnt steinselja eða aðrar ferskar kryddjurtir, saxaðar gróft
1 msk. sólblómafræ
1 msk. hampfræ
2 msk. laktósafrír salatostur í litlum bitum @arna
1 tsk. Gullkryddblanda @kryddhusid
1 tsk. Miðausturlanda kryddblanda (má vera annað krydd sem þið elskið)
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C hita.
Byrjið á því að píska saman eggin í góðri skál.
Setjið síðan allt hráefnið í skálin og hrærið öllu vel saman.
Hellið í bollakökuform, getið notað silíkon-form þá losna ommeletturnar vel úr forminu eftir bökun eða sett í hefðbundin bollakökuform.
Setjið inn í ofn og bakið í um það bil 14-16 mínútur.
Takið úr forminu og berið fram á falllegan hátt með því sem hugurinn girnist.