Morgunverða ommelettur

Þess­ar litlu morg­un­verðar omm­elett­ur eru ótrú­lega góðar og krútt­leg­ar. Gam­an er að bera þess­ar fram á morg­un­verðarbakka upp í rúm og njóta og bjóða upp á góðan drykk með. Blönd­una má líka setja í eld­fast mót og búa til ljúf­fenga eggja­böku ef vill.

  • 5-6 egg

  • 1 tóm­at­ur, skor­inn í litla bita

  • ½ búnt ferskt basil, saxað gróft

  • ½ búnt stein­selja eða aðrar fersk­ar kryd­d­jurtir, saxaðar gróft

  • 1 msk. sól­blóma­fræ

  • 1 msk. hamp­fræ

  • 2 msk. laktósafrír sal­atost­ur í litl­um bit­um @arna

  • 1 tsk. Gull­krydd­blanda @kryddhusid

  • 1 tsk. Miðaust­ur­landa krydd­blanda (má vera annað krydd sem þið elskið)

  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

    Aðferð:

    Hitið ofn­inn í 180°C hita.
    Byrjið á því að píska sam­an egg­in í góðri skál.
    Setjið síðan allt hrá­efnið í skál­in og hrærið öllu vel sam­an.
    Hellið í bolla­köku­form, getið notað silí­kon-form þá losna omm­elett­urn­ar vel úr form­inu eft­ir bök­un eða sett í hefðbund­in bolla­köku­form.
    Setjið inn í ofn og bakið í um það bil 14-16 mín­út­ur.
    Takið úr form­inu og berið fram á fall­leg­an hátt með því sem hug­ur­inn girn­ist.

Previous
Previous

Super einfalt, ferskt & bragðgott sumarsalat

Next
Next

Tabbouleh