Kaffi, súkkulaði & banana "overnight" hafrar
1 dós kaffi- og vanilluskyr frá Arna
1/2 bolli hafrar
1/2 banani stappaður
1 msk chiafræ
1 msk valhnetur, saxaðar
1/2 tsk kanill
1/4 tsk vanilla
2-3 msk mjólk að eigin vali
1/2 banani sneiddur, til að skreyta
Smá dökkt súkkulaði
Setjið skyr, hafra, 1/2 stappaðan banana, chiafræ, valhnetur, kanil, vanillu og mjólk í skál og hrærið vel saman. Bræðið smá súkkulaði yfir vatnsbaði. Setjið skyr- og hafrablönduna í glas, skerið restina af banananum og skreytið glasið, hellið brædda súkkulaðinu yfir og geymið í ísskáp yfir nótt 🤎