Jarðarberja…ostakaka í glasi
Fljótlegur & nærandi morgunmatur sem þú getur skellt í fyrir svefninn, sett inni í ísskáp yfir nótt og byrjað svo daginn á fullkominn hátt.
(Ca. 2 skammtar)
1 bolli grófir hafrar
2 msk mulin hörfræ
1 bolli möndlumjólk eða önnur mjólk
1/2 bolli jarðarber skorin í bita (frábært að nota frosin)
1 bolli laktósafrí jarðarberja ab-mjólk
3 msk jarðarberjasulta (Good Good)
Val um að setja 1 msk vanillu próteinduft
Hrærið öllu vel saman í skál og setjið í ílát með loki inn í ísskáp yfir nótt.
Deilið í 2 glös og toppið með jarðarberjum og jafnvel smá sætu.