Sólskinsbúðingur

  • 4 msk chia fræ

  • 2 msk hempfræ

  • 1/2 tsk túrmerik duft

  • Safi úr 1/2 sítrónu og börkur

  • Engiferrót - rifin á rifjárni (ca. 2 cm)

  • 1 dós lime- og kókos hafraskyr

  • 1/2 bolli jurtamjólk t.d. haframjólk eða möndlumjólk

    Allt hrært saman og látið bíða inni í ísskáp í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.

    Fallegur og hollur morgunbúðingur, fallegt að setja lagskipt í glas með lime- og kókos hafraskyri, toppa svo með hnetum og ristuðum kókosflögum og smá hlynsýrópi eða hunangi.

Previous
Previous

Skemmtilegur spirulínabúðingur

Next
Next

Kaffi & hnetusmjörsgranóla