Kaffi & hnetusmjörsgranóla
4 bollar haframjöl
1 bolli sesamfræ
1 bolli graskersfræ
1/2 bolli akasíuhunang
1 - 1,5 tsk kaffiduft
3 kúfaðar msk hnetusmjör
3 msk kókosolía
1,5 tsk kanill
1/2 tsk sjávarsalt
Hrærið þurrefnunum saman í skál.
Setjið hunang, hnetusmjör og kókosolíu í pott og bræðið vel saman. Þegar allt er bráðið saman hellið þá yfir þurrefnin og hrærið vel saman.
Setjið inn í ofn á bökunarpappir eða beint á hreina bökunarplötu og ristið á 150 gráðum í ca 25-35 mín - passið bara að hræra vel í granólanu nokkrum sinnum svo að það ristist nú jafnt.