Skemmtilegur spirulínabúðingur

  • 1/2 bolli chiafræ

  • 2 bollar af mjólk að eigin vali, ég nota oftast möndlumjólk eða kókosmjólk

  • 1 tsk hlynsíróp

  • smá vanilla

  • 1 tsk blátt spirulínaduft

Hrærið öllu vel sama í íláti sem hægt er að loka og geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Setjið svo í fallegt glas og toppið með vanillu ab-mjólk eða grískri jógúrt sem er búið að hræra saman við 1/2 tsk af hlynsýrópi og pínu vanillu og toppið síðast með ferskum eða frosnum berjum.

Previous
Previous

Jarðarberja…ostakaka í glasi

Next
Next

Sólskinsbúðingur