Acai, krækiberja & rauðrófubomba

1 dós bláberja hafraskyr frá Vera Örnudóttur
1/2 rauðrófa hrá
2/3 bolli krækiber eða frosin bláber
1/2 pakki acai mauk frosið
1/2 bolli frosin granateplafræ
1/2 frosin banani
3 steinlausar döðlur
1 msk Feel Iceland kollagen duft
1/2-1 bolli vatn

Allt í blandara og blandað þangað til þetta er orðið vel blandað saman

Hellið í box og setjið 3 msk af omega fræ blöndu eða 3 msk af chia fræjum og hrærið vel saman – lokið og geymið í nokkra tíma í ísskáp

Frábært að setja í glas með smá granóla og döðlubitum

Previous
Previous

Matcha, myntu- & lime dásemd

Next
Next

GULL hafragrautur