Matcha, myntu- & lime dásemd
2 dósir Lime & kókos hafraskyr frá Veru Örnudóttur
1 msk Kollagen duft frá Feel Iceland
1 tsk gæða Matcha duft
2 steinlausar döðlur
2 msk hempfræ
2 msk chia fræ
2 dropar mynta (eða nokkur mintublöð)
1/2 bolli vatn
Öllum hráefnum blandað vel saman í góðum blandara.
Hellið blöndunni í skál.
Hrærið vel saman og geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir.
Setjið í fallegt glas eða skál og toppið með því sem hugurinn girnist, t.d. kiwibitum, hempfræjum, perubitum, limeberki og ferskum berjum.
Verði þér að góðu!