Haustleg bökuð epli með æðislegum toppi
Frábær morgunmatur, millimál eða eftiréttur
1 epli, skorið í tvennt og kjarnhreinsað
1 msk kókosolía
1 tsk Pumpkin spice frá Kryddhúsinu
Toppurinn:1 dós hafraskyr frá Örnu @veraornudottir (hér notaði ég jarðarberja)
1 msk collagen duft frá Feel Iceland @feeliceland
1/2-1 tsk Pumpkin spice frá Kryddhúsinu
Ristaðar möndluflögur
Smá akasíuhunang
Forhitið ofninn í 200 gráður. Bakið eplið með kókosolíu og Pumpkin spice í 10-15 mín - fer eftir stærð eplisins. Ristið möndluflögurnar í nokkrar mín í ofninum á meðan eplin bakast (ekki meira en 5 mín).
Á meðan eplið bakast:
Hrærið saman hafraskyrinu, collagenduftinu og Pumpkin spice.
Takið eplið út úr ofninum - toppið það með hafraskyrsblöndunni, því næst möndluflögunum og smá akasíuhunangi.
Verðið að prófa þennan dásemdar haust rétt 🍁