Frábær omega boost fræblanda
Ég elska að einfalda hlutina og spara mér tíma í eldhúsinu og þá kemur þessi fræblanda sterk inn.
Þessi fræblanda sameinar nokkrar týpur af dásamlegum fræjum - þau eru uppfull af trefjum, próteinum og nokkrum vítamínum og steinefnum (þar á meðal E-vítamíni, járni og sinki). Ég mæli svo með að eiga til þessa blöndu í stórri krukku og spara nokkrar mínútur á hverjum degi og sleppa að opna nokkrar krukkur.
Ég nota þessa blöndu mjög mikið út á grauta, skyr, jógúrt, boost skálar og salöt svo eitthvað sé nefnt og er hún frábær leið í að auka trefjainntöku okkar til muna ásamt því að fá svo mikið af auka hollustu fyrir til dæmis hormónana okkar.
1/2 bolli sólblómafræ
1/2 bolli graskersfræ
1/2 bolli hempfræ
1/2 bolli chiafræ
1/2 bolli möluð hörfræ
Hrærið fræjunum vel saman í skál og hellið í 1 krukku eða 2 (hægt að gefa vini/vinkonu).
Geymið í kæli og hellið út á hvað sem er til að fá auka omega 3, trefjar, prótein, vítamín og steinefni (eins og E-vítamín, járn og sink) í ykkar mataræði.