Espresso hafrar með banana og súkkulaði
2 dl gróft haframjöl
2 msk chiafræ
3 dl möndlumjólk
1 tsk hunang eða hlynsíróp
1/2 tsk kanill
1 msk Feel Iceland Kollagen duft
Öllu blandað saman og geymt í ísskáp yfir nótt.
1 bolli espresso
1 banani skorinn í sneiðar
4 msk grísk jógúrt
Smá hunang eða hlynsíróp
4 msk ristaðar möndluflögur
2 tsk rifið súkkulaði
Hrærið hafra og chia grautnum saman við espresso og sætið með smá hunangi eða hlynsírópi.
Setjið í 2 falleg glös.
2 msk grísk jógúrt hrærð með sætu, ofan á hvert glas
Toppið með banana, möndluflögum og rifnu súkkulaði.