Pekan-, kókos- & trönuberjagranóla
Þurrefni
6 dl haframjöl
2 dl pekanhnetur, saxaðar gróft
2 dl sólblómafræ
1 dl kókosmjöl
1 dl graskersfræ
—
1 dl hunang
1/2 dl kókosolía
1/2 dl kakósmjör
1 msk vanilla
1 tsk salt
2 tsk kanill
1/2 tsk engifer
Hita í potti við lágan hita: hunang, kókosolía, kakósmjör, vanilla, salt og krydd.
Setjið öll þurrefnin í skál og hrærið svo vökvanum vel saman við.
Setjið inn í ofn á bökunarpappír eða beint á hreina bökunarplötu og ristið á 150 gráðum í ca 25-35 mín - passið bara að hræra vel í granólanu nokkrum sinnum svo að það ristist jafnt.
Eftir að granólað er komið út úr ofninum blandið þá 1 dl þurrkuðum trönuberjum og 1 dl af ristuðum kókosflögum saman við.
Eitt besta granóla sem ég smakkað!