Graskerskryddað epla granóla

  • 4 bollar grófir hafrar

  • 1/3 bolli graskersfræ

  • 1/3 bolli sólblómafræ

  • ¼ bolli hörfræ

  • ¼ tsk sjávarsalt

  • 1 msk graskers krydd (pumpkin spice)

  • 1 msk kanill

  • ¼ bolli kókosolía

  • 1/3 bolli hlynsíróp eða önnur fljótandi sæta

  • 1 stk rifið epli

    —————-

    Síðustu 5-8 mínútur í ofninum blandið saman og bakið með :

  • 1 bolli valhnetur

  • 1/3 bolli Kókosflögur

    Eftir bakstur:

  • 1/3 bolli þurrkuð trönuber/rúsínur til að blanda saman vel við bakaða granólað

    Hitið ofninn í 170 gráður
    Blandið höfrum, fræjum, kryddi og salti saman í stóra skál.
    Hitið kókosolíuna, hlynsírópið og eplið í litlum potti við miðlungs lágan hita og hrærið vel í. Hellið þurrefnunum yfir og hrærið fljótt með tréskeið.
    Dreifið blöndunni jafnt á tvær bökunarplötur og bakið í 23-33 mínútur, hrærið aðeins við granólanu eftir ca 15 mínútur. Ef þú vilt frekar þykkari granóla skaltu ekki hræra þar sem það brýtur upp klasana. Í staðinn skaltu bara snúa pönnunum á miðja leið til að tryggja jafna eldun.

    Þegar granólað er orðin gullinbrúnt (venjulega um 25 mínútur)

    Slökkvið á hitanum setjið valhnetur og kókosflögur ofaná og lokið ofninum i 5 mínútur. Takið svo úr ofninum og látið kólna alveg. Hrærið trönuberjum við og setjið í góða stóra krukku.
    Ætti að geymast í nokkrar vikur, ég næ aldrei að lata þetta dásamlega granóla geymast mikið lengur en viku á mínu heimili. Njóttu með möndlumjólk, jógúrt, skyr eða þvi sem hugurinn girnist ;)

Previous
Previous

„Hal­va“ hafra- og frægraut­ur með epla­bit­um

Next
Next

Banana & vanillu Chai smoothie skál