„Halva“ hafra- og frægrautur með eplabitum
Fyrir 2
1 bolli haframjöl
2 msk tahini frá Muna ( sesamsmjör)
2 msk akasíuhunang eða önnur fljótandi sæta
2 msk chiafræ frá Muna
2 msk hampfræ
2 bollar jurtamjólk eða mjólk að eigin vali
½ epli, skorið í litla bita
Aðferð:
Setjið allt hráefnið saman í og leyfið suðunni að koma hægt og rólega upp.
Hrærið í grautnum á meðan.
Skiptið síðan grautnum í tvær skálar og toppið með auka eplabitum og tahini eftir smekk og berið fram, ég notaði ögn af vanillu og kokoshafrajógúrt með.