Vanillu chia með hindberja "sultu"

Vanillu chia búðingur

  • 1,5 bolli vanillu Sproud ( eða önnur mjólk sem þú elskar)

  • 6 msk chia fræ

  • 1/2 bolli hrein laktósafrí Örnu jógúrt

  • 1 msk akasíhunang

  • 1 tsk vanilla

  • 1 msk Feel Iceland kollagen duft

Öllu hrært vel saman í iláti sem hægt er að loka - fínt að hræra á 5 min fresti í 15 min og svo geyma inni ísskáp ;)


Hindberja "sulta"

  • 1 bolli frosin hindber (látin þiðna)

  • 1-2 msk akasíhunang eða sæta að eigin vali

Hrærið vel saman og geymið í lokaðri krukku í ísskáp - frábært til að nota ofaná morgungrauta ;)


Dásamlega góður og trefjaríkur grautur, sem er dásamlegur fyrir meltinguna okkar.

Chiafræ eru ein þau næringarríkustu fræ sem völ er á. Þau eru saðsöm, stuðla að heilbrigðri þarmaflóru og hjálpa auk þess til við að halda blóðsykrinum í jafnvægi.

Chia fræ eru ekki einungis trefjarík heldur innihalda þau líka mikið magn af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og próteini. Þar að auki eru þau rík af kalki og magnesíum,  járni, zinc, kopar og mangan.


Previous
Previous

" Snickers" krukkugrautur

Next
Next

„Hal­va“ hafra- og frægraut­ur með epla­bit­um