Hindberja & kókos chia dásemd

  • 1 bolli hindber (fersk eða frosin)

  • 1 msk hlynsíróp eða sætuefni að eigin vali

  • 2 tsk limesafi

  • 2 cm ferskt engifer, skrælt og rifið 

  • 1 dós laktósafrítt bláberjaskyr 

  • 1/2 bolli kókosmjólk

  • 1 msk kókosmjöl

  • 1/2 msk hempfræ

  • 3 msk chiafræ

Settu hindberin og hlynsírópið í blandarann eða notaðu töfrasprota. Ef þú ert að nota frosin hindber taktu þau út til að þau fá að þiðna.

Bætið því næst restinni út í og hrærið vel.

Setjið inn í ísskáp í lokað ílát og geymið yfir nótt.

Toppið með gjarnan með smá hindberjum, hlynsýrópi og granóla.

Previous
Previous

Bláberja & krækiberjaskálar

Next
Next

Bláberja & acai skyrbúðingur