Andoxunarskál

  • 1/2 frosinn banani

  • 1/2 bolli frosinn kúrbítur (ég sneiði hann niður í sneiðar og frysti)

  • 1 bréf frosið acaimauk eða 1 msk acaiduft

  • 4 msk granateplafræ

  • 1 bolli frosin bláber

  • 1/2 bolli frosin jarðarber

  • 2 msk möndlusmjör

  • 1 tsk hörfræ

  • 1 bolli möndlumjólk eða minna til að þetta sé svolítið þykkt

Öllu blandað saman í góðum blandara og skreytt með ferskum eða frosnum berjum, chia fræjum og bananasneiðum.

.

Previous
Previous

Bleik skál

Next
Next

Bláberjaboozt skál