Skemmtilegur & ferskur kívíbúðingur
1 kíví
3 msk chiafræ
1 msk Feel Iceland Kollagen duft
1/2-1 tsk matchaduft
1 bolli (180-240 ml) möndlumjólk - ég notaði mína heimagerðu ;)
Skerið kívi í litla bita og hrærið svo öllu saman og geymið í ísskáp í klukkustund eða yfir nótt.
Toppað með laktósafríu lime & kókos hafraskyri, kókosflögum & granateplafræjum.
Kíví inniheldur mikið af trefjum eins og chia fræin ásamt því að hafa mikið magn af c-vítamíni.
Möndlumjólkin og collagenið eru frábær próteinuppspretta og matcha duftið inniheldur margfalt meira magn andoxunarefna en venjulegt grænt te þannig að þessi búðingur er sannarlega frábær byrjun á deginum.