Kanil- & engiferbakaðar perur með grískri jógúrt

  • 2 perur

  • Smá bútur af fersku engifer, rifin

  • 2 msk kókosmjöl frá Muna @muna_himneskhollusta

  • 4 tsk akasíuhunang eða sæta að eigin vali

  • 1/4 tsk malaður kanill

  • 2 msk saxaðar valhnetur

  • 1/2-1 bolli grísk jógúrt frá Arna @arna_mjolkurvorur

  • 1 msk collagenduft frá Feel Iceland @feeliceland (valfrjálst)

    Hitið ofninn í 190 gráður.
    Skerið perur í tvennt endilangar. Setjið þær í eldfast mót.
    Stráið kókosmjöli, kanil, rifnu engiferi, hunangi og valhnetum yfir perubitana.
    Bakið í ofninum í um 20 mín.

    Takið 2-4 diska.
    Hrærið collagendufti ef þið viljið auka próteinmagn í grísku jógúrtina. Dreifið um 2-3 matskeiðum af jógúrt á hvern disk og setjið svo perubitana ofan á jógúrtina - má jafnvel dreifa ögn meiri sætu ofan á. Dásamlega heitur og ljúfur smá sparimorgunmatur ;).

Previous
Previous

GULL hafragrautur

Next
Next

Vanillu- & hindberja­hafr­ar