Vanillu- & hindberjahafrar
1 bolli grófir hafrar
2 bollar mjólk að eigi vali ( ég notaði vanillumjólk frá @besproud )
1/3 tsk vanilla
½ msk akasíuhunang eða sæta að eigin vali
1 msk möndluflögur
1 msk collagenduft frá @feeliceland ( valfrjálst)
½ bolli frosin hindber
Aðferð:
Skiptið öllu nema hindberjunum í tvær krukkur eða box sem hægt er að loka.
Hrærið vel saman og setjið svo frosnu hindberin ofan á og lokið krukkunum og geymið inn í ísskáp yfir nótt.
Takið út og njótið.