Kanil-, epla- & valhnetuhafragrautur
2⁄3 bolli glútenlausir hafrar eða venjulegt haframjöl
2 bollar vatn eða hnetumjólk að eigin vali
Smá salt
1 tsk vanilla
1 tsk kókosolía
2 tsk malaður kanill
1-2 tsk hreint hlynsíróp, eftir smekk
1 epli, kjarnhreinsað og skorið í litla teninga
2 msk valhnetur, saxaðar gróft
Setjið hafra/haframjöl, salt og vatn/hnetumjólk í pott og látið sjóða við meðalhita, hrærið af og til þar til það þykknar.
Takið af hitanum og hrærið vanillu, kanil, kókosolíu og helminginn af söxuðu eplunum saman við. Hellið í skál og setjið afganginn af eplateningunum, hlynsírópi og valhnetunum yfir og stráið svo meira kanil yfir.