Kardimommu, peru & möndlu kínóa morgungrautur
Hvernig væri að prófa að breyta til og gera nýja týpu af morgungraut? Þessi er alveg dásamlegur með haustlegum kryddum, perum og möndlum
2 bollar soðið kínóa (ég sýð oft bara slatta og á inni í ísskáp í lokuðu boxi og blanda í salöt, súpur og þennan graut til dæmis)
1/2 bolli kókosmjólk
1/2 bolli vatn
1/2 tsk kardimommuduft
1/2 tsk kanill
1/4-1/2 tsk engiferduft
Smá salt
Smá vanilla
4 steinlausar döðlur, skornar í litla bita
1/4 pera, skorin í bita
3 msk möndluflögur - ristaðar
Smá frosin ber til að skreyta ef vill
Allt sett saman í pott, fáið suðuna upp og slökkvið svo undir og hrærið vel saman.
Takið til hliðar 1 matskeið af perubitum og 1 matskeið af möndluflögum til að toppa grautinn í lokin.
Skellið í tvær skálar ásamt góðri jógúrt eða skyri (má sleppa).
Toppið með perubitum, möndluflögum og jafnvel smá frosnum berjum.
Smá af kanil og þið eruð komin með þennan dásamlega haustlega próteinríka kínoagraut á borðið.