Epla & kókos chiabúðingur
2 bollar möndlu- eða haframjólk
1/2 dl chia fræ
1 msk hlynsíróp eða 10 dropar vanillu stevía
1/2 tsk vanilludropar
1 epli rifið á rifjárni
3 msk kókosmjöl
Hrærið öllu vel saman, setjið í lokað ílát og geymið helst yfir nótt inn í ísskáp.
Setjið svo í glas eða skál og toppið með eplabitum, kanil, kókosflögum og granóla eða nokkrum valhnetum.