Grænn & bleikur smoothie með vanilluchia

Vanilluchia :

  • 2 bollar af möndlumjólk, haframjólk eða annarri plöntumjólk

  • ½ bolli chiafræ

  • 2 msk hlynsíróp

  • 1 tsk vanilla

  • 1/8 tsk salt

    Hrærið vel saman og látið standa í ísskáp í lokuðu íláti í 2 tíma eða helst yfir nótt.

Grænn smoothie:

  • 1 msk möndlusmjör

  • 1 bolli möndlumjólk, haframjólk eða önnur plöntumjólk

  • 1/2-1 avókadó

  • smá bútur af engifer ca. 1 cm

  • safi úr hálfri sítrónu

  • 1 1/2 frosinn banani

  • 1/2 bolli frosið mangó

  • 1 lúka spínat

Bleikur smoothie:

  • 1 msk möndlusmjör

  • 1 bolli möndlumjólk, haframjólk eða önnur plöntumjólk

  • 1 frosinn banani

  • 1 bolli frosin jarðarber

  • 1/2 bolli frosin hindber

  • 1 msk hempfræ

  • 1 msk hörfræ

Setjið lagskipt í fallegt glært glas og toppið með hempfræjum, ristuðu kókos og goiji berjum eða einhverju sem þið elskið.

Previous
Previous

Epla & kókos chiabúðingur

Next
Next

Jarðaberja & acai boozt